Einar Már út

Einar Már Sigurðaron, alþingismaður úr Neskaupstað, varð ekki í einu af átta efstu sætunum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Jónína Rós Guðmundsdóttir, Egilsstöðum, varð í þriðja.

 

ImageKristján L. Möller, samgöngumálaráðherra, leiðir listann en nýr í öðru sæti er Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi fréttamaður. Jónína Rós var færð upp í þriðja sætið á kynjakvóta. Kosið var rafrænt frá fimmtudegi til laugardags. Þetta er í fyrsta skipti sem prófkjör fer fram rafrænt.
Einar Már hefur setið á þingi fyrir Austurlandskjördæmi og síðar Norðausturkjördæminu frá árinu 1999. Hann er fjórði varaforseti Alþingis og tók við formennsku í menntamálanefnd í janúar. Hann gaf kost á sér í annað sætið í prófkjörinu.

Jónína Rós bauð sig fram í 1-2. annað sætið. Á bloggsíðu sinni segir hún það ákveðin vonbrigði að ná ekki markmiðinu og fá þriðja sætið vegna reglur um að ekki megi vera fleiri en tveir karlar í röð á listanum.Hún segist sigurviss fyrir kosningarnar og telur sjálfsagt að Samfylkingin geti fengið þrjá þingmenn kjörna í kjördæminu.
„Það er gott að vera að selja vöru sem maður er sannfærður um að sé góð og nauðsynleg - ég tel jafnaðarstefnuna vera afar sölulega - ekki síst núna, þess vegna hlakka ég til baráttunnar.“

Prófkjörið var bindandi fyrir átta efstusætin. Þau röðuðust þannig:

1. Kristján L. Möller, 1173 atkvæði
2. Sigmundur Ernir Rúnarsson 917 atkvæði
3. Jónína Rós Guðmundsdóttir 844 atkvæði
4. Logi Már Einarsson 737 atkvæði
5. Helena Þ. Karlsdóttir 942 atkvæði
6. Örlygur Hnefill Jónsson 1138 atkvæði
7. Herdís Björk Brynjarsdóttir 1174 atkvæði
8. Stefanía G. Kristinsdóttir 1245 atkvæði

Alls greiddu 2.574 atkvæði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.