Eitt hundrað milljónum úthlutað til ferðaþjónustu

 

Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land samkvæmt vef iðnaðarráðuneytisins. Alls bárust 210 umsóknir um styrkina. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.

 

 

 

Ylströnd við Urriðavatn í Fellum, ásamt heitri laug, hlaut 4 milljónir króna. Uppbygging móttökuaðstöðu í Djúpavogshöfn hlaut 2,5 milljónir króna. Verkefnið Aldamótabærinn Seyðisfjörður fékk 2 milljónir í styrk, verkefnið Heiðarbýlin á Fljótsdalshéraði fékk milljón og Göngu- og gleðivikan ,,Á fætur í Fjarðabyggð" 2009 hlaut 500 þúsund krónur í styrk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.