Eskfirðingar sigruðu í Samaust
Fulltrúar Knellunnar, Eskifirði, sigruðu í Samaust, söngkeppni
félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf, Egilsstöðum,
í gærkvöldi.
Lagið, Öll við viljum dreyma, er frumsamið en það flutti hljómsveit, sem meðal annars var skipuð tveimur saxafónleikurum, með söngvarann Ásbjörn í fararbroddi.
Í bandi Fellbæinga, sem urðu í öðru sæti með lagið Anyone Else But You sem þær Erla Guðný og María Brá sungu, var spilað á tréspil. Í þriðja sæti varð Hornfirðingurinn Bjarni Friðrik sem söng lagið The Gift og í fjórða sæti Kjartan úr Zion á Djúpavogi en hann söng Bítlalagið Hey Jude og spilaði sjálfur undir á hljómborð. Þessi atriði taka þátt í úrslitakeppni söngkeppni félagsmiðstöðva.
Auk góðra skartaði keppnin í gærkvöldi flinkum undirleikurum. Stöðfirðingar buðu upp á þverflautuleik og nágrannar þeirra frá Fáskrúðsfirði upp á tambórínu og þríhornssóló.
Myndir frá keppninni eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans.
Smelltu hér til að hlusta á sigurlagið, Öll við viljum dreyma (mp3, 2,5 mb).