Þrjár björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leituðu á
laugardagskvöld manns á bíl sem saknað var á milli Egilsstaða og
Vopnafjarðar. Veður hafði verið vont á svæðinu. Maðurinn fannst
Héraðsmegin á Hellisheiði eystri þar sem bíllinn var fastur. Fyrr í dag
sótti björgunarsveitin Hérað manninn þegar hann lenti í vandræðum á Öxi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.