Fjórir nýir þingmenn í NA-kjördæmi-Vinstri grænir fengu flest atkvæði - Arnbjörg dettur af þingi

Síðustu tölur úr Norðausturkjördæmi bárust um kl. níu í morgun. Á kjörskrá voru 28.362. Talin atkvæði eru 24.249 og kjörsókn 85,5%. Framsóknarflokkur hlaut 5.905 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur 4.079 atkvæði, Frjálslyndi flokkurinn 384 atkvæði, Borgarahreyfingin 690 atkvæði, Lýðræðishreyfingin 61 atkvæði, Samfylkingin 5.312 og Vinstri hreyfingin-grænt framboð 6.937 atkvæði. Auðir seðlar voru 826 og ógildir seðlar 55. Þetta voru síðustu tölur sem beðið var eftir í kosningunum. Samkvæmt þessu er Sjálfstæðisflokkurinn með 17,5% fylgi í kjördæminu og fær tvo menn (missir 1), Framsóknarflokkur með 25,3% og fær tvo menn (missir 1), Samfylking 22,7% og fær þrjá menn, þar af einn jöfnunarmann, Vinstri hreyfingin-grænt framboð með 29,7% og fá þrjá menn og Frjálslyndi flokkurinn með 1,6% og engan mann. Borgarahreyfingin hlaut 3% og er ekki með mann í NA og Lýðræðishreyfingin með 0,3% og fær ekki heldur mann.

Þingmenn kjördæmisins eru því Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, Birkir Jón Jónsson, Framsókn, Kristján L. Möller, Samfylkingu, Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, Þuríður Backman, Vinstri grænum, Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsókn, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu, Björn Valur Gíslason, Vinstri grænum, Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki og síðasti kjördæmakjörinn inn og Jónína Rós Guðmundsdóttir er jöfnunarþingmaður hjá Samfylkingu. Hún, Tryggvi Þór, Björn Valur og Sigmundur Ernir eru nýir þingmenn.

 

Á landsvísu:

Samfylkingin hlaut flest atkvæði, eða 29,8%, þegar atkvæði höfðu verið talin á landinu öllu. KJörsókn var tæplega 85%. Samfylkingin fær 20 þingmenn og bætir við sig tveimur frá því í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7% atkvæða og fær 16 þingmenn og tapar 9 frá því síðast. Vinstri hreyfingin-grænt framboð fékk 21,7% og fær því 14 þingmenn, 5 fleiri en síðast. Framsókn hlaut 14,8% atkvæða og 9 þingmenn, 2 fleiri en fyrir tveimur árum. Borgarahreyfingin fékk 7,2% og kemur nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk 2,2% atkvæða og Lýðræðishreyfingin 0,6%, en hvorug kemur manni á þing.

27 nýir þingmenn setjast á Alþingi Íslendinga. Kolbrún Halldórsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Ásta Möller, Arnbjörg Sveinsdóttir, Grétar Mar Jónsson og Karl V. Matthíasson detta út af þingi, líkt og Frjálslyndi flokkurinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.