Flúðu fallið

Karlalið Fjarðabyggðar og Hattar hafa tryggt áframhaldandi veru sína í 1. og 2. deild næsta sumar.

 

ImageHöttur náði stigi af 2. deildarmeisturum ÍR á Vilhjálmsvelli í dag. ÍR-ingar komust yfir strax í byrjun leiks en Anton Ástvaldsson og Jóhann Klausen skoruðu tvö mörk sem komu Hetti yfir fyrir leikhlé. ÍR-ingar minnkuðu muninn kortéri fyrir leikslok.

Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik á heimavelli síðan í lok maí þegar liðið lagði Selfoss 2-1 í skrautlegum leik á Norðfjarðarvelli á föstudagskvöld. Selfyssingar þurftu sigur til að halda örðu sætinu, sem veitir sæti í úrvalsdeild að ári, en Fjarðabyggð vildi forðast fallið.
Srdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, var örlagavaldur leiksins. Hann varði vítaspyrnu Selfyssinga í stöðunni 0-0 og skoraði sigurmark Fjarðabyggðar úr víti þegar sjö mínútur voru eftir.
Sveinbjörn Jónasson kom Fjarðabyggð yfir á 35. mínútu og hefði getað komið skorað annað mark fyrir hlé en skaut í stöng úr vítaspyrnu sem hann vann sjálfur. Selfyssingar voru einum færri eftir að Boban Jovic var rekinn út af fyrir tvö gul spjöld. Þeim tókst að jafna á 77. mínútu úr vítaspyrnu en sex mínútum síðar kom Rajkovic Fjarðbyggð yfir.
Í uppbótartíma skoruðu Selfyssingar en markið var dæmt af vegna bendingar aðstoðardómara. Upp úr sauð í kjölfarið. Ingólfi Þórarinssyni, leikmaður Selfoss, fékk sitt annað gula spjald fyrir kjaftbrúk. Ómar Valdimarsson, starfsmaður Selfoss, fékk einnig rautt spjald og sömuleiðis Þórður Guðmundsson, liðsstjóri Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.