Förum upp um deild

Nú er stóri dagurinn, 14. maí, runnin upp. Við Sjálfstæðisfólk höfum lagt okkur öll sem eitt fram í þessari vinnu með framsýni, samstöðu, ganga fram sem ein heild, grípa tækifærin og koma Múlaþingi upp um deild. Við upplifum mikinn meðbyr með okkar framboði.

Það er einmitt aðferðafræðin sem kemur okkur lengst í okkar áherslumálum. Við höfum kosið að nota orðalagið að koma Múlaþingi upp um deild eins og íþróttafélög í Múlaþingi hafa gert hvert af öðru. Eftir erfiða tíma frá sameiningu sveitarfélaganna í Múlaþingi þá höfum við gengið í gegnum margt. Skriðuföllin voru eldskýrn sem sönnuðu fyrir okkur öllum hversu öflug heild var orðin til sem stendur vörð um alla byggðakjarna Múlaþings. Við fengum annað verkefni í fangið sem var gríðarleg tekjuskerðing vegna covid faraldurs og einnig urðum við að aðlaga allt okkar starf að netfundum og skila um leið góðu starfi. Við komumst vel í gegnum þessi verkefni undir forystu Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.

Gríðarleg tækifæri liggja fyrir okkar sveitarfélagi sem verður að grípa. VIð erum óhrædd við að hugsa stórt og út fyrir rammann. Við leggjum áherslu á að við verðum aftur Austurlandskjördæmi og við munum styrkja tekjugrunn sveitarfélagsins með áherslumálum með ábyrgum fjármálum, sækja á auknar tekjur sem renna nú í fiskeldissjóð, auknar tekjur af orkuframleiðslu þannig að ákveðin framlegð renni til nærliggjandi sveitarfélaga og að gistináttagjald muni einnig sitja eftir í Múlaþingi frá þeirri ferðaþjónustu sem er starfrækt er hér.

Standa þarf vörð um allar samgöngubætur og mikilvæga grunninnviði eins og ljósleiðaravæðingu og aðgang að raforku sem er lykillinn að því að grípa tækifærin í dag.

Að leysa húsnæðisvandamál í Múlaþingi er lykillinn af öllum þeim tækifærum sem liggja fyrir okkur. Við þurfum að tryggja fjölbreyttar lóðir um allt Múlaþing þannig að þegar áhugi verktaka kviknar að til séu fjölbreyttar lóðir og hægt sé að fara fljótt í framkvæmdir með góðri markvissri þjónustu frá starfsfólki Múlaþings. Óhagnaðardrifin leigufélög hafa sýnt mikinn áhuga á að byggja í okkar sveitarfélagi ásamt öðrum verktökum og gott samtal er við alla þessa aðila til að landa þeim mikilvægu verkefnum.

Kæri kjósandi. Sjálfstæðisfólk í Múlaþingi óskar eftir þínum stuðningi í kosningunum í dag. Ég hvet þig til að setja X við D og tryggja þar með að Múlaþing haldi áfram að vera öflugt sveitarfélag sem fer upp um deild. Saman erum við ein heild.

Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.