Forgangssætið hækkar

Flugfélag Íslands hefur hækkað verð á forgangssætum á flugleiðinni Reykjavík-Egilsstaðir um 7%. Forstjóri félagsins segir annað erfitt í verðbólgutíð.

 

Fargjaldið hækkaði um ríflega eitt þúsund krónur, kostar núna 15.720 krónur en var 14.640 áður. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir fargjöld félagsins taka mið af eftirspurn og þróun verðlags á aðföngum. Mörg fargjöld breytist þannig dag frá degi en forgangsflokkurinn hafi verið óbreyttur frá í ágúst 2007 og sé núna hækkaður um 7%.
Árni segir að flugfélagið reyni að halda aftur af verðhækkunum því verð hafi áhrif á eftirspurn en þegar aðföng öll hækki.
„Í árferði þar sem 15% verðbólga er og þrátt fyrir að eldsneyti hafi á heimsmarkaði lækkað eins og þú segir að þá er það nú því miður þannig að við kaupum eldsneytið í dollar og því hefur gengissig krónunnar mikil áhrif, einnig er stór hluti viðhaldskostnaðar og öll innkaup á varahlutum í erlendri mynt og hefur sá kostnaður hækkað um 60-70% á þessu ári.“
Á Okursíðu Dr. Gunna var fullyrt að fargjaldið hefði hækkað um 25% en Árni segir þar vitlaust farið með tölur. Hann segir að miðað við innanlandsflug á Norðurlöndunum sé hagstætt að fljúga á Íslandi og bendir á að hæstu fargjöld séu almennt hærri en hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.