Fræðslumál í Fjarðabyggð

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hafa kynnt stefnuskrá í komandi kosningum. Lögð áhersla á uppbyggingu sveitarfélags í vexti og styrk á öllum sviðum. Þá þarf að standa vörð um fræðslustarf í Fjarðabyggð.

Hér eru nokkur þeirra atriða sem við viljum leggja áherslu á menntamálum sveitarfélagsins:

• Mikilvægt er að tryggja framþróun Háskólaseturs Austfjarða. Við bindum miklar væntingar við háskólasetrið og tengingu þess við aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir í landinu. Sé rétt að málum staðið mun háskólasetrið tryggja aukið aðgengi að háskólanámi í heimabyggð.

• Sjálfstæðisflokkurinn vill að áfram verði séð til þess að 12 mánaða börn fái rými í leikskóla.

• Sterka forystu sveitarstjórnar þarf til að krefjast aukinna fjármuna til Verkmenntaskóla Austurlands. Hallað hefur verulega á veitta fjármuni til verkmennta.

• Við í Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð viljum nýta húsnæði Fjarðabyggðar undir námsver fyrir námsaðstöðu.

• Við viljum taka vel á móti innflytjendum og nýjum íbúum sveitarfélagsins með aukinni kynningu og fræðslu. Einungis þannig tryggjum við að virkni allra þátttakenda í samfélaginu.

• Samhliða innleiðingu á nýrrar menntastefnu í skólastarfi, þarf að ráðast í átak til að eflingar lestrarkunnáttu og lesskilnings.

• Við viljum aukna snjallvæðingu í skólastarfið – fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.

Við leitum eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k.

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri
Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari


Höfundar skipa 3. og 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.