Framhaldsskólanemar ættu að skrifa stjörnufræðiritgerð

Stjörnusjónaukinn á nú fjögur hundruð ára afmæli. Í tilefni þess eiga framhaldsskólanemar á Norðurlöndum möguleika á að komast til eyjarinnar La Palma á Kanaríeyjum. Skrifa þarf ritgerð um eitthvað sem tengist stjarnvísindum og munu höfundar bestu ritgerðar á hverju Norðurlandanna fara saman til La Palma og skoða stjörnur himinsins í Norræna stjörnusjónaukanum, sem er fullkominn 2,6 m spegilsjónauki.

venusuv95.gif

Verðlaun fyrir annað sætið í samkeppninni í hverju landi er stjörnusjónauki.

 

Ritgerðin má ekki vera lengri en 3.000 orð og þarf að skila inn fyrir 1. maí á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til eðlis- eða stjörnufræðikennara í framhaldsskóla viðkomandi nemanda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.