Framlög Vaxtarsamnings til ferðaþjónustu

Nýverið var úthlutað fjármagni og sérfræðiframlagi úr Vaxtarsamningi Austurlands. Stutt var við sjö verkefni að þessu sinni og eru þau öll tengd ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.

vaxtarsamningur_austurlands.jpg

Verkefnin sem fengu úthlutað fjármagni eru eftirfarandi:

 

1. Hreindýraklasi Austurlands fékk úthlutað 5 milljónum, þarf af 2 í formi fjármagns.

2. Matarklasi Austurlands, Austfirskar krásir, fékk úthlutað 4,5 milljónum, þar af 1,5 í formi fjármagns.

3. Matarsmiðjan – uppbygging aðstöðu til þróunar á fullvinnslu matvæla á Fljótsdalshéraði fékk úthlutað 1.550.000, þar af 800 þús. í formi fjármagns.

4. Vetrarferðamennska – gerð kynningarefnis til stuðnings við uppbyggingu á vetrarferðamennsku á Austurlandi fékk 2.5 milljónir, þar af 1.5 í formi fjármagns.

5. Gönguleiðir –verkefni til að bæta aðgengi að upplýsingum og samhæfingu ferðaþjónustuaðila til eflingar gönguferðamennsku á Austurlandi fékk úthlutað 1.9 milljónum, þar af 1.5 í formi fjármagns.

6. Vöruþróun – Efling framboðs á afþreyingu fyrir ferðamenn á Seyðisfirði og nágrenni og kynningar til farþega Norrænu fékk úthlutað 2 milljónir og þar af 1.6 í formi fjármagns.

7. Fuglaverkefnið – stuðningur við birds.is á Djúpavogi fékk úthlutað 1.2 milljónum frá VAXA, þar af 600 þús. sem formi fjármagns.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.