Færðin betri
Í gær var talsverð ófærð á norðanverðu Austurlandi og lentu ökumenn í nokkrum vandræðum vegna fannfergis.
Fólksbifreið og jeppi skullu saman í snjógöngum á Fjarðarheiðinni, en til allrar mildi urðu ekki slys á fólki. Þá lenti jeppabifreið út af veginum um Jökuldal, þar sem mikil hálka var. Ökumaður og farþegar sluppu ómeidd en jeppinn skemmdist verulega. Vegagerðin segir nú hálku á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddsskarði og eru vegfarendur hvattir til að aka með aðgát.