Frjálsar handfæraveiðar

Sigurjón Þórðarson líffræðingur skrifar:   Frjálslyndi flokkurinn hefur um áraraðir lagt til að opna á frjálsar handfæraveiðar þannig að landsmenn gætu átt lítinn bát og sótt sér sjálfir björg í bú. Það er engin spurning að þetta litla mál yrði gríðarleg lyftistöng fyrir byggðirnar og yki bjartsýni í samfélaginu.2026_25_27---fishing-boat--holy-island--northumberland_web.jpg

Í hverri sjávarbyggðinni á fætur annarri voru tugir ef ekki hundruð smábáta sem reru á góðviðrisdögum til fiskjar en kvótakerfið hefur valdið því að oftar en ekki er á sömu stöðum hægt að telja trillurnar á fingrum annarrar handar.

Ég sem hef tekið þátt í stjórnmálum hef aldrei getað skilið hvers vegna fjórflokkurinn þar sem einn kennir sig við frelsi, annar við vistvænar veiðar, sá þriðji við samvinnu og sá fjórði við jöfnuð getur ekki unnt fólkinu í landinu þessa frelsis og að njóta náttúruauðæva í túnfætinum. Eitt er víst, það að hafa lagt af handfæraveiðar hefur alls ekki gefið öðrum útgerðum meiri afla.
Þetta yrði mjög skemmtilegt og gæti orðið fyrsti liðurinn í því að búa til raunverulega sátt um sjávarútveginn.

 

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur,
2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.