Frjálslyndir þingmenn Norðausturlands

Fjórir þingmenn Norðausturlands eru flutningsmenn frumvarps  til breytinga laga sem varða sölu áfengis og tóbaks. Frumvarpið miðar að því í stuttu máli að leyfa sölu áfengis undir 22% vínanda í matvöruverslunum. Þá er átt við bjór og léttvín.



Þingmenn Norðausturlands sem leggja nafn við frumvarpið eru þrír þingmenn Sjálfstæðiflokksins þau Kristján Júlíusson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ólöf Nordal. Þingmaður Samfylkingarinnar Einar Már Sigurðarson styður frumvarpið með sama hætti.

Stuðningsmenn frumvarpsins telja að það muni stuðla að eðlilegum verslunarháttum auk þess að draga úr neyslu sterkra drykkja. Umgengni um áfengi og neysla þess í landinu hafi breyst og tímabært sé að dreyfing og sala vörunni sé aðlöguð þeirri þróun.

Þeir sem eru andvígir frumvarpinu hafa hins vegar talið að sala léttvíns og bjórs í matvöruverslunum geti auðveldað aðgang og hafi neysluaukandi áhrif, sérstaklega á meðal ungmenna.
 
afengis_thingmenn.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.