Frumkvöðlanámskeið fyrir innflytjendur

Frumkvöðlanámskeið fyrir innflytjendur verður haldið á vegum Þekkingarnets Austurlands dagana 16.-30. maí 2009. Námið er skipulagt þrjá laugardaga í maí þar sem þátttakendur fá þjálfun í þróun viðskiptahugmynda, gerð viðskiptaáætlunar, fjármögnun og samningatækni. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni drög að viðskiptaáætlun með aðstoð leiðbeinanda. 

namsvisir_v09.jpg

 

Námskeiðið er 24 klst. á laugardögum frá kl. 10-16, eftirfarandi laugardaga:

 

16. maí  

Viðskiptahugmyndin:  Hugmyndir og viðskiptahugmyndir, hugmyndaleit, stefnumótun, markmiðasetning  og vöruþróun. Kynning á for-sniði viðskiptaáætlunar og öðrum hjálpargögnum s.s. excel skjölum. Vinnusmiðja og leiðsögn.  

  

23. maí 

Viðskiptaáætlun hvað er það?  Markaðsgreining, markaðsrannsóknir og markaðsáætlun. Fjármögnun, samskipti við fjármálastofnanir og kynningatækni. Vinnusmiðja með leiðsögn.  Gestafyrirlesari frá Þróunarfélagi Austurlands. 

  

30. maí 

Kynning á viðskiptahugmyndum þátttakenda:  Upprifjun á efni fyrri tíma og farið í sölu- og samningatækni. Vinnusmiðja.  Kynning á viðskiptahugmyndum fyrir mögulegum fjármögnunaraðilum – útskrift.

  

Leiðbeinandi á námskeiðinu er G. Ágúst Pétursson.

  

Eftir námskeiðið gefst þátttakendum kostur á að nýta sér aðstoð atvinnuráðgjafa hjá Þróunarfélagi Austurlands.  Námskeiðið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu en þátttökugjald er 9.000 krónur. Skráning er á www.tna.is , í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 471-2838 en skráningar þurfa að berast eigi síðar en 14. maí. Hægt er að fá styrki úr starfsmenntasjóðum stéttarfélaganna og hjá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.