Furðuverur á götum úti

Tuttugu og tvær górillur sluppu úr dýragarði Verkmenntaskóla Austurlands í nótt og leika nú lausum hala um Neskaupstað. Samkvæmt upplýsingum innan úr VA liggur fyrir að menn þar á bæ unni sér ekki hvíldar fyrr en þær hafa allar verið fangaðar er líður á daginn. Hætt er við að einhverjar furðuverur sjáist líka á götum Egilsstaða. Eins og ljóst má vera af þessum fréttaflutningi eru bæði Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum að dimmitera í dag með tilheyrandi gleðilátum.

geimvera.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.