Gefur kost á sér í 1.-2. sæti Samfylkingar í NA-kjördæmi
Agnes Arnardóttir, sjálfstætt starfandi atvinnurekandi á Akureyri, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Hún hefur mikið komið að félagsmálum, var m.a. formaður Norræna félagsins á Akureyri og setið í mörgum nefndum á sviði norræns samstarfs ásamt því að gegna trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri sem fulltrúi í fastanefndum bæjarins. Agnes er varaformaður Íþróttaráðs, varamaður í stjórn Akureyrarstofu og í stjórn Minjasafns Akureyrar. Hún situr í flokkstjórn Samfylkingarinnar fyrir NA-kjördæmi.
Agnes er gift Jóhannesi Sigursveinssyni og eiga þau 2 börn.
“Ég hef vilja og getu til að standa í framlínu á átaktímum, til að vera virkur þáttakandi í því viðreisnarstarfi sem framundan er. Við Íslendingar viljum ekki endurtekið efni, endurtekna frasa og loforð með litla innistæðu. Við viljum breytingar og það miklar breytingar, breytingar til batnaðar, til
betra lífs og afkomu. Við þurfum fólk sem tekur á öllum málum með festu og krafti. Málum sem þola enga bið, málum heimilanna og atvinnulífsins. Án atvinnulífsins rekast ekki heimilin” segir Agnes í tilkynningu um framboð sitt.