Gleði og nepja öskudagsins

Þrátt fyrir snjó og garra þustu austfirsk börn og unglingar um götur bæja fjórðungsins í dag og sungu hástöfum allskyns söngva í fyrirtækjum og stofnunum, víðast við góðar móttökur. Að vanda voru þau leyst út með gjöfum eins og sælgæti, ávöxtum, drykkjum eða smáhlutum. Ætla má að kuldaboli hafi klipið í litlar tær og nefbrodda en eins og ungviðinu er tamt er slíkt ekki látið koma í veg fyrir ætlunarverk dagsins.

Þessi kríli heimsóttu Gistihúsið Egilsstöðum í dag, sungu þar Gamla Nóa og fengu hrós og góðgæti að launum.

skudagur_6_1bekkur_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.