Gott í gogginn: Nú er það svartfugl

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Birnu Dagbjörtu Þorláksdóttur. Hún var alin upp í Grímsey þar sem svartfugl var og er oft á borðum og býður okkur upp á hátíðarútgáfu af fuglinum.

eldhs2.jpg

 

Til svartfugla flokkast álka, langvía, stuttnefja, haftyrðill, teista og lundi. 

Bláberjaleginn svartfugl með villibráðarsósu
(Fyrir 3-4)

6-8 svartfuglsbringur


beikonostur og beikonstrimlar


1/2 l rjómi



Marineringarlögur


1 dl  matarolía


1 krukka bláberjasulta


1 1/2 msk aromat


1/2 msk hvítur pipar


1 1/2 msk villibráðakrydd


 

Öllu blandað saman


 

Skerið bringurnar í hæfilega bita og marinerið þá í leginum í amk. 24 klukkustundir í ískáp.
Snöggsteikið bitana á pönnu þannig að þeir lokist báðu megin.
Raðið bitunum í eldfast mót og smyrjið beikonostinum yfir eða klippið beikonstrimlana og setjið á hvern kjötbita.  Gott er að festa þá með tannstöngli svo þeir haldist.
Hellið rjóma yfir bitana.  Bakið í 120 mínútur við 150 gráða heitum ofni.  Ausið rjómanum yfir á 10 mínútna fresti yfir bitana

 


 

Villibráðarsósa

 


dálítið af rjómasoðinu sem kemur í eldfasta mótið


1 teningur villibráðarkraftur, uppleystur


1 tsk aromat


1/2 tsk hvítur pipar


1 tsk villibráðarkrydd


1/2 l af rjóma


1 1/2 msk mysingur


Skvetta af púrtvíni



Blandið öllu saman í pott og látið suðuna koma upp og látið sjóða í 2 mínútur.  Gott að setja 1 matskeið af bláberja- eða rifsberjasultu út í.

Borið fram með ostasalati og kartöflum með osti

 

 


 

Ostasalat

 


Vínber, magn eftir smekk


1 púrrulaukur


1/2 - 1 papirika, skorin í bita


1 mexico ostur


1/2 piparostur


1 bóndabrie


1 lítil dós ananas kurl


1 dós sýrður rjómi


125 ml majones



 

Skerið vínber, (verkið steinana úr) grænmetið og ostana í teninga og blandið saman við sýrða rjómann, majonesið og ananaskurlið.

 


 

Kartöflur með osti



Sjóðið kartöflur og skerið í bita með hýðinu.
Raðið bátunum í mót og setjið smjörklípu hér og þar í fatið.
Kryddið ca 2 dl af matarolíu salti og pipar og smá hvítlauksdufti og hellið yfir bátana.
Stráið rifnum osti yfir og setjið í ofan þar til osturinn er bráðnaður.



Eftirréttur


 


1 poki makkarónukökur mulnar í fat
1 dós bláberjaskyr og 1 dós jarðarberjaskyr hrært saman


1/2 líter rjómi þeyttur og hrærður saman við skyrið, hellt yfir makkarónukökumulninginn


Mars bláber og jarðarber brytjað og sett ofan á



Gott að gera að morgni til að hafa tilbúið að kvöldi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.