Gripið verði til aðgerða strax

AFL starfsgreinafélag hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er m.a. krafist af stjórnvöldum að hagsmunir barna verði tryggðir þrátt fyrir atvinnumissi foreldra og að börn fái enn notið dagvistunar og tómstunda, án tillits til tekna foreldra.


Einnig gerir starfsgreinafélagið kröfu um að óháður aðili, utan fjármálaeftirlits, seðlabanka og stjórnvalda, verði fengin til að stýra rannsókn á atburðum þeim sem ollu því að fjármálakerfi landsins hrundi.

Þar kemur einnig fram stjórnvöld verði að grípa til aðgerða þar sem töluverð hætta er á auknum félagslegum vandamálum og fátækt. AFL telur að tryggja verði ráðgjöf og aðstoð til láglaunafólks sem verður fyrir áföllum í yfirstandandi  efnahagshörmungum og félagið gerir þá kröfu að settur verði á sérstakur starfshópur aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og sveitarstjórna sem skili álit áður endurskoðun kjarasamninga hefst, um til hvaða leiða sé unnt að grípa til að hamla gegn vaxandi fátækt og afleiðingum hennar.

Starfsgreinafélagið varar einnig við því að sátt á vinnumarkaði geti ekki náðst án skilyrða að hálfu ASÍ.

Frá þessu greinir mbl.is og eyjan.is
afl.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.