Hálendisvegir og þjóðgarður
Í tillögu að þjóðgarðslögum er nánast útilokað að heimild fengist fyrir vegum milli landshluta yfir hálendið. Sá möguleiki er strikaður út.Hins vegar ef gerður væri nánast heilsárs vegur milli Þjórsársvæðis og Norðausturlandslands - annars vegar norðan Vatnajökuls og/eða hins vegar um Sprengisand - þá opnast algerlega ný vídd í samgöngunetinu. Þetta eru ekki dýr verkefni, auðveldlega sjálfbær, en þau hefðu gríðarleg áhrif og þá sérstaklega á norðausturhluta landsins.
Hugsum okkur:
- Umferðarsérfræðingar telja að nánast allir íslenskir bílar muni aka slíkan veg á fyrstu þremur árunum, startbylgja. Öllum landsmönnum gefst kostur á að njóta hálendisins með lágmarks raski. Það er mjög eftirsótt.
- Ef slíkur vegur kemur þá mun það nánast fyrirbyggja utanvegaakstur, sem er nú ferðamátinn á hálendinu í jeppa, miklu moldviðri valdandi landspjöllum. Enginn utanvegaakstur er hins vegar af þjóðbrautinni um Möðrudalsöræfi. Varla rykkorn á ferli og alltaf fært.
- Vegur norðan jökuls styttir vegleið milli Suðvesturlands og Egilsstaða um ca. 200 km.. Hún verður þá 470 km. Vegur um Sprengisand að Mývatni styttir sömu vegleið til Suðvesturlands um 110 km.
- Færu þungaflutningar Norðausturlands um Sprengisand þá myndi það létta mjög á þjóðvegum svæðisins sem víða eru ekki byggðir fyrir slíka umferð og víða þarf mikil landspjöll til að þeir verði svo til reiddir.
- Verulegur orkusparnaður verður með mikilli vegstyttingu og flutningskostnaður lækkar landshorna á milli.
- Vegirnir myndu stórauka hlutdeild Norðausturlands í íslenska ferðageiranum, opna nýjar ferðaleiðir og gera landshlutann ákjósanlegan sem miðstöð ferðalaga en ekki bara fyrir gegnum akstur.
- Vegirnir opna varaleið við langtímalokun Suðurlandsvegar vegna náttúruhamfara. Áætlað er að slíkt gerist til jafnaðar á 10 ára fresti, en raunar hvenær sem er!
- Vegur yfir hálendið myndi auka umferðaröryggi. færa þungaumferð umferð af strandvegum, og svo framvegis.
Ég sé ekki að bann við gegnumakstri um hálendið samrýmist nokkrum hagsmunum. Það lítur gjörsamlega fram hjá þeirri staðreynd að landið allt er náttúruparadís ekki bara hálendið. Verndun alls verður að vera í samhengi.
Boðað kerfi er duttlungar úr miðborg Reykjavíkur um réttmæti alræðisvalds sérfræðilegrar þekkingar. Valdið verður ótruflað af duttlungum og vanþekkingu almennings á málsatriðum og réttum markmiðum. Platónska gáfumannaveldið að gerast í háskólahausum.