Hassplöntur fundust á Berufjarðarströnd

Lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði gerði í gær upptækar á annan tug hassplantna á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Plöntunar voru á forræktunarstigi. Lögreglan á Eskifirði segist hafa haft veður af ræktuninni um tíma. Farið var á bæinn í gær í samvinnu við fíkniefnadeildarmenn frá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, enda ekki um heimafólk að ræða. Svo virðist sem einhverjir hafi leigt bæinn eða fengið að láni, en það er óljóst. Lögregla hefur yfirheyrt fleiri en einn sem eru taldir viðriðnir ræktunina.  Samkvæmt heimildum Austurgluggans var bærinn fullur af plöntum og búið að rífa allt innan úr honum og átti augljóslega að hefja þar umfangsmikla ræktun.

cannabis.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.