Hreindýraskyttur farnar á stúfana

Hreindýraveiðitímabilið hófst í dag. Veiða má tarfa til 1. ágúst en eftir það einnig kýr og kálfa.

Tarfaveiðarnar út júlí eru skilyrtar á þann hátt að einungis má veiða tarfa sem eru ekki nálægt hreinkúm. Þá eru veturgamlir tarfar friðaðir. Veiða má 1.333 dýr á vertíðinni. 3.266 umsóknir um veiðileyfi bárust Umhverfisstofnun. Leiðsögumenn fóru með veiðimenn inn á veiðisvæði strax í nótt en ekki er vitað til að dýr hafi enn verið fellt. Veiðimenn eru hvattir til að nýta veiðitímabilið allt, en geyma ekki veiðar fram á síðasta dag. Veiðitímanum lýkur 15. september.

hreindr_renna_yfir_veginn_vi_grjtrgil_vefur.jpg

 Hreindýr renna svo hundruðum skiptir yfir veginn við Grjótárgil á Fljótsdalsheiði.

Mynd/Þórhallur Árnason.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.