Höttur hafði betur gegn Fjarðabyggð

Höttur sigraði Fjarðabyggð í tveimur æfingaleikjum í knattspyrnu karla. Leiknir lagði Huginn og Sindra.

 

ImageLeikirnir fóru allir fram í Fjarðabyggðarhöllinni en liðin nýttu sér að fjöldi leikmanna þeirra kom austur í jólafrí. Öll lið vantaði samt nokkra lykilmenn og notuðu unga heimamenn.
Höttur og Fjarðabyggð mættust fyrst þann 27. desember. Þá vann Höttur 2-1. Jóhann Klausen og Högni Helgason skoruðu mörk Hattar en Sigurður Víðisson fyrir Fjarðabyggð. Liðin mættust aftur á laugardag og þá vann Höttur 4-2. Jóhann, Högni, Vilmar Freyr Sævarsson og Jónatan Logi Birgisson skoruðu mörk Hattar en Jóhann Benediktsson og Stefán Þór Eysteinsson fyrir Fjarðabyggð.
Leiknir lék við Sindra þann 28. desember og vann 4-3. Egill Steingrímsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni og Svanur Árnason og Almar Daði Jónsson sitt markið hvor. Leikinn gegn Huginn á laugardag vann Leiknir 0-3 og skoraði Hilmar Bjartþórsson tvö mörk og Tadas Jocys eitt. Huginsmenn hafa staðfest ráðningu Ljubisa Radovanovic sem þjálfara fyrir næsta tímabil en hann stýrði liðinu í fyrsta sinn seinasta sumar.

Myndasafn úr fyrri leik Hattar og Fjarðabyggðar er hér .

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.