Höttur vann Þór tvisvar

Höttur vann Þór Þorlákshöfn tvisvar um helgina, í 1. deild karla og 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á Egilsstöðum um helgina. Þróttur Neskaupstað vann nafna sinn úr Reykjavík tvisvar í 1. deild kvenna í blaki.

ImageFyrri leikurinn var deildarleikur á laugardag þar sem Höttur vann 85-80 eftir að hafa verið með örugga tíu stiga forskot allt fram í fjórða leikhluta. Jerry Cheeves skoraði 21 stig í leiknum og Ben Hill 20.
Munurinn var minni í bikarleiknum á sunnudag sem Höttur vann 86-84 þar sem þriggja stiga flautukarfa gestanna geigaði. Sveinbjörn Skúlason, sem seinustu tvö ár lék með Þór, raðaði niður þriggja stiga skotum í leiknum og skoraði 32 stig.
Þróttur Neskaupstað tók á móti nafna sínum úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki og vann báða leikina 3-1. Miglena Apostolova var stigahæst Norðfjarðarstelpna með yfir tuttugu stig í hvorum leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.