Jens Garðar býður sig fram í fjórða sæti fyrir Sjálfstæðisflokk í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgasson, bæjarfulltrúi, og framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf., á Eskifirði, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir  alþingiskosningar á vori komanda.

jens_garar_helgason_2.jpg

 

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA – kjördæmi.  Hann sækist eftir 4.sæti í prófkjörinu.

  Jens Garðar er 32 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði.  Hann stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands frá 1997 – 2000 en hefur síðan þá rekið útflutningsfyrirtækið Fiskimið ehf sem flytur út fiskimjöl og lýsi með aðsetur á Eskifirði.  Jens hefur gengt mörgum trúnaðar og stjórnarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sat í sjávarútvegsnefnd, í stjórn SUS fyrir Austurland frá 1993 – 2003, í stjórn Varðar FUS Akureyri í 4 ár þ.a formaður 1995 – 1996 og í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri sömu ár,  formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð 2004 – 2006.  Í dag er Jens bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, varafulltrúi í bæjarráði og situr í mannvirkjanefnd.  Einnig hefur Jens komið að mörgum öðrum félagsstörfum í gegnum tíðina eins og formennsku í sjómannadagsráði ofl.  “Sjálfstæðisflokkurinn byggir á sterkum grunni og stefnu sem hefur hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi.  Ég tel að á komandi misserum sé mikilvægt að samsetning frambjóðenda sé úr sem flestum áttum og að skilningur og þekking á helsu atvinnuvegum þjóðarinnar verði að vera fyrir hendi.  Þar tel ég að þekking mín og reynsla geti nýst.  Einnig er ég að svara kalli grasrótarinnar í flokknum um endurnýjun í forystusveit flokksins.”   Jens á þrjú börn með Ernu Þorsteinsdóttur, Heklu Björk, Thor og Vögg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.