Kjósendur hafa úr sjö framboðum að velja

Sjö framboð og flokkar hafa skilað inn framboðslistum og meðmælendum í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur er runninn út. Framboðin eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Lýðræðishreyfingin, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

mynd_0476961.jpg

Yfirkjörstjórnir fara nú yfir framboðin og gögn sem þeim fylgja og ákveða hvort framboð teljast gild. Á föstudag fundar landskjörstjórn og fer yfir framboðin og afgreiðir þau. Kjörseðlar verða prentaðir á vegum dómsmálaráðuneytisins strax eftir að úrskurður landskjörstjórnar liggur ljós fyrir og verður dreift til yfirkjörstjórna næstkomandi mánudag. Í kjölfarið dreifa þær kjörseðlum til einstakra kjördeilda. Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. apríl. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.