Kristján Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna í NA-kjördæmi
Kristján Þór Júlíusson alþingismaður mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 25. apríl. Talningu í prófkjöri flokksins er nú lokið. Á kjörskrá voru 3.949. Atkvæði greiddu 2.041 og er það 51,7% kosningaþátttaka. Auðir og ógildir seðlar voru 41.
Tryggvi Þór Herbertsson er í öðru sæti listans og Arnbjörg Sveinsdóttir í því þriðja.Tíu buðu sig fram í prófkjörinu en kosið var um sex efstu sætin.
Staða sex efstu manna:
1. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður - 1.477 atkvæði í 1. sæti
2. Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor - 971 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður - 861 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri - 816 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri - 999 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri - 1.220 atkvæði í 1-6. sæti
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum vorið 2007, þau Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörgu Sveinsdóttur og Ólöfu Nordal.