Kristín Linda Jónsdóttir í framboði í Norðausturkjördæmi

Kristín Linda Jónsdóttir Miðhvammi í Þingeyjarsveit sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

kristn_linda_jnsdttir_vefur.jpg

Kristín Linda ólst upp í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1981. Hún var búsett á Akureyri frá 1977-1995 og hefur m.a. starfað í ferðaþjónustu, við matvælaframleiðslu og verið bankastarfsmaður. Hún var blaðamaður á dagblaðinu Degi á árunum 1992-1997 og síðar sjálfstætt starfandi blaðamaður. Kristín Linda fluttist búferlum í Miðhvamm ásamt eiginmanni sínum árið 1995 þar sem þau reka kúabú. Síðustu ár hefur Kristín Linda auk þess verið ritstjóri Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands og kjot.is neytendasíðu Landssambands kúabænda. Nú er hún í námi í sálfræði í Háskólanum á Akureyri.

Kristín Linda hefur m.a. starfað fyrir kvenfélög, hestamenn og bændur. Hún sat í stjórn Landssambands kúabænda í 6  ár, var formaður Félags þingeyskra kúabænda og sat í sveitarstjórn Aðaldælahrepps. Kristín Linda og eiginmaður hennar Sigurður Árni Snorrason kúabóndi og múrari eiga þrjá syni.

 

Kristín Linda hefur brennandi áhuga á lífskjörum, búsetu og atvinnumálum á landsbyggðinni og vill virða og nýta á nútímalegan hátt íslenskar auðlindir mannauð og orku til sjávar og sveita.  Hún vill jafnan rétt landsmanna til heilbrigðisþjónustu, menntunar og menningar og berjast fyrir öryggi og umbótum í samgöngum. Kristín Linda vill vinna að því að skapa heiðarlegt og öruggt efnahagsumhverfi fyrir fólk, fjölskyldur og fyrirtæki og taka þátt í að standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.