LAust5:
Ég heiti Bjartey
Ég er 20 ára
Ég er kona
Ég er kona í kvenlíkama I
Ég hef rödd í samfélaginu sem ég bý í I
Ég hlýt samt ekki alltaf þá virðingu eða hljómgrunn sem ég ætti að fá
Ég er íslensk I
Ég hef alltaf haft nóg milli handanna I
Ég fékk heilbrigt uppeldi I
Ég er hvít I
Ég er í gagnkynhneigðu sambandi I
Ég er grannvaxin I
Ég á samt ekki heilbrigt samband við líkama minn
Ég hef góða geðheilsu I
Ég er ófötluð I
Ég gekk í grunnskóla I
Ég gekk í menntaskóla I
Ég geng nú í háskóla I
Ég stunda nám við það sem mér finnst skemmtilegast I
Ég fékk kosningarétt þegar ég var 18 ára I
Þetta er ekki mont. Hér er ég að telja forréttindi mín. Atriði sem í raun gera mér lífið í samfélaginu auðveldara. Ég legg til að við gerum þetta öll. Áður en við tökum afstöðu til mála annarra, áður en við dæmum, áður en við þykjumst ætla að vita hvernig öðrum líður. Manneskja með mikil forréttindi fær mikið pláss og er oft blind á kúgun annara. Við þurfum að passa okkur að taka ekki alltaf allt plássið. Taka skref til baka. Hleypa öðrum að. Hlusta á aðrar hliðar. Vera vakandi yfir því hvernig ofantaldir hlutir hafa áhrif á hvernig við hreyfumst í samfélaginu, hvað við fáum og hvað við fáum ekki.
Austurfrétt birtir um þessa mundir sýnishorn úr verkum sem verða til hjá þeim sem sinna skapandi sumarstörfum á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Bjartey leggur stund á dansnám við Listaháskóla Íslands.