Leggið ekki á hálendið á vanbúnum bílum

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda fólki á að ferðast ekki um hálendið á vanbúnum bílum en nokkuð hefur borið á því undanfarið.  Þó að GSM samband sé stöðugt að batna á hálendinu er enn langt frá því að samband sé alls staðar.

vefur_veur.jpg

Mikilvægt er að hafa eftirfarandi atriði í huga áður en farið er af stað.

 

Ef ferðast er um hálendið:

 

•      Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum

 

•      Ferðist ekki einbíla

 

•      Hafið með skóflur og dráttartóg

 

•      Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um

 

•      Hafið með góðan hlífðarfatnað

 

•      Takið með sjúkragögn og neyðarfæði

 

•      Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau

 

•      Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað

 

•      Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur

 

•      Ef ferðast er í bíl spennið beltin og tryggið öryggi barnanna og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða skíði

•      Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

 

 

Félagið hvetur fólk til að fara varlega, kynna sér vel það svæði sem á að fara um m.a. m.t.t. snjóalaga, skoða vel veðurspá  og vera vel búið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.