Leggjast saman á árar í kreppunni

Fulltrúar AFLs, VR, Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Vinnumálastofnunar Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands og Starfsendurhæfingar Austurlands, hittust í vikunni og hófu að stilla saman strengi í þeim erfiðleikum sem búast má við á vinnumarkaði á Mið-Austurlandi. 62 eru skráðir atvinnulausir á Austurlandi.

Á fundi þeirra kom fram að nú eru 62 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Austurlandi og búist við að þeim fjölgi á næstunni.

Rætt var um hvaða úrræði þessir aðilar hafa að bjóða þeim sem efnahagshremmingar leika hvað verst og hvernig unnt er að samræma aðgerðir þannig að þær nýtist sem best. Ákveðið var að vinna náið saman og leita úrræða fyrir þá sem verða atvinnulausir.

Vinnumálastofnun Austurlandi býður nú þegar upp á úrræði en til stendur með aðkomu allra þessara aðila og mögulega fleiri, að víkka út framboð á t.d. námskeiðum og ráðgjöf.

AFL hefur hafið fréttaflutning á pólsku á heimasíðu félagsins, www.asa.is, en starfsmaður AFLs, Gosia Libera, setur inn upplýsingar og fréttir um ástand mála nánast daglega. Vill AFL hvetja íslenska lesendur síðunnar til að benda pólskum starfsfélögum á síðuna.

Ennfremur er félagið að ljúka við að gera sérstaka undirsíðu á heimasíðunni þar sem birtar verða upplýsingar og leiðbeiningar vegna efnhagskreppunnar.

 

 

 

 

afl_starfsgreinaflag_2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.