Leiðindaveður og hálka
Vegagerðin varar við því að flughálka sé nú á Sandvíkurheiði, Hárekstaðaleið og víðar. Ófært er um Fjarðarheiði vegna óveðurs, þæfingsfærð um Oddsskarð, Vopnafjarðarheiði, á Möðrudalsöræfum og krapasnjór er á Fagradal. Mikil hálka er á flestum leiðum.
Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum hefur aflýst skóla hjá 1.-5. bekk.
Samkvæmt upplýsingum Vepurstofunnar er nú norðaustan og austan 10-18 m/s á landinu, hvassast við Suðausturströndina og á annesjum norðvestantil. Er líður á daginn er gert ráð fyrir að dragi úr úrkomu norðan og austanlands, en að þá verði dálítil slydda sunnan og suðvestanlands.