Leikskólinn er mikilvæg grunnstoð í samfélaginu

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert og hefur svo verið gert síðustu fjórtán árin. Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á þessum degi sem og á degi hverjum allan ársins hring.

Mikilvægi leikskólans sem menntastofnunar er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fer fram á fyrstu mótunarárum barnsins. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og ummönnum og velferð þeirra skiptir foreldra og forráðamenn öllu máli.

En leikskólinn er ekki einungis mikilsverð menntastofnun heldur er þessi stofnun nauðsynlegt tannhjól í sveitarfélögum. Þetta hefur ávallt verið vitað en Covid heimsfaraldurinn hefur heldur betur sýnt okkur það seinustu misserin. Leikskólinn ber þann burð sem þarf til að halda virkni samfélagsins á lofti. Margar stofnanir hafa dregið úr eða hreinlega lokað vegna faraldursins en leikskólinn þarf og hefur staðið sína plikt með allri þeirra aukavinnu og álagi sem Covid fylgir. Starfsfólk passar upp á hreinlæti barnanna, spritta sjálfan sig í tíma og ótíma, taka til föt barnanna þegar foreldrar mega ekki koma inn fyrir dyr, reyna að draga úr auknum kvíða barna sem fylgir oft breyttum aðstæðum, vera smitrakningateymum innan handa, mæta til vinnu vitandi það að þau sjá um einstaklinga sem eru ekkert endilega að pæla mikið í sóttvörnum eða fjarlægðum á milli einstaklinga og svo framvegis og svo framvegis.

Þó álagið hafi aukist til muna á Covid tímum mæta börnin mín engu nema kærleik, væntumþykju, blíðlyndi og brosum þegar þau mæta til sinnar vinnu frá starfsfólki leikskólans. Sem er ómetanlegt.

Pælum aðeins i þessu. Í leikskólanum er haldið utan um börnin okkar þar sem starfsfólk ber ekki mikið minni ábyrgð en foreldrar á velferð og þroska þeirra og vera vel vakandi ef einhver frávik verða á almennri kunnáttu þeirra í lífsins amstri svo hægt sé að bregðast við, sem er risastórt verkefni. En auk alls þessa er leikskólinn nauðsynleg grunnstoð í samfélaginu því án þeirra myndi allt fara á hliðina ef ekki hreinlega á haus.

Minnumst þessa á Degi Leikskólans og verum þakklát fyrir okkar frábæra leikskóla starfsfólk sem sjá um krílin okkar og spáum aðeins í hversu veigamiklu hlutverki leikskólinn og starfsfólk þess þjóna í lífi okkar.

Höfundur er fráfarandi formaður foeldraráðs leikskólans Tjarnarskógar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.