Lífleg bókaútgáfa
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi er stórhuga varðandi útgáfu sína í ár. Úrval ljóða og sagna eftir Gunnar Valdimarsson frá Teigi í Vopnafirði kemur út í endaðan maí. Um mitt sumar hyggst félagið gefa út bókina Og lífsfljótið streymir, eftir Oddnýju Björgvinsdóttur frá Fáskrúðsfirði og í sumarlok kemur út bókin Bréf til næturinnar, eftir Kristínu Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Verður sú bók níunda bók bókaflokksins Austfirsk ljóðskáld.
Félagið sótti um styrk hjá Menningarráði Austurlands og fékk 300 þúsund til útgáfunnar.
Í fyrra kom út ljóðabókin Vébönd, eftir Þorstein Bergsson og hefur hún hlotið ágætar viðtökur.