Loftbrúin er Njáls

Vart þarf að fara mörgum orðum um árangur loftbrúar okkar landbyggðarfólks. Hún er byggð á hinni „skosku leið“ um að niðurgreiða flugferðir íbúa dreifðra svæða.

Njáll Trausti alþingismaður hefur í áraraðir talað fyrir að jafna aðgengi landsbyggðar að þjónustu sem byggð hefur verið upp miðlægt í Reykjavík. Fyrst sem bæjarfulltrúi á Akureyri og í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Síðar í forstöðu starfshóps skipuðum af Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra vorið 2017 um framtíð innanlandsflugs sem lagði til að fargjöld landsbyggðar nytu allt að 50 prósent niðurgreiðslu. Þar var byggt á hinni „skosku leið“ um að niðurgreiðslu flugferða íbúa dreifðra svæða.

Löng barátta fyrir hinni „skosku leið“ hefur skilað sér. Loftbrúin nýtist aðeins einstaklingi með lögheimili í dreifbýli og í tiltekinni fjarlægð frá höfuðborg. Það er ekki síst ungt fólk á landsbyggðinni sem nýtir sér þennan möguleika. Munar þar um minna.

Landsbyggðarfólk skiptir máli að hafa sterka talsmenn á þingi. Þar þarf stjórnmálamenn sem hafa næga víðsýni og dirfsku til að koma fram með nýjar hugmyndir. Njáll Trausti er einn þeirra. Kjósum hann til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í prófkjörinu á laugardag.

Jóhanna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, Reyðarfirði.
Sigurpáll Sindrason, nemi, Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.