Loftbrúin er Njáls
Vart þarf að fara mörgum orðum um árangur loftbrúar okkar landbyggðarfólks. Hún er byggð á hinni „skosku leið“ um að niðurgreiða flugferðir íbúa dreifðra svæða.Njáll Trausti alþingismaður hefur í áraraðir talað fyrir að jafna aðgengi landsbyggðar að þjónustu sem byggð hefur verið upp miðlægt í Reykjavík. Fyrst sem bæjarfulltrúi á Akureyri og í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Síðar í forstöðu starfshóps skipuðum af Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra vorið 2017 um framtíð innanlandsflugs sem lagði til að fargjöld landsbyggðar nytu allt að 50 prósent niðurgreiðslu. Þar var byggt á hinni „skosku leið“ um að niðurgreiðslu flugferða íbúa dreifðra svæða.
Löng barátta fyrir hinni „skosku leið“ hefur skilað sér. Loftbrúin nýtist aðeins einstaklingi með lögheimili í dreifbýli og í tiltekinni fjarlægð frá höfuðborg. Það er ekki síst ungt fólk á landsbyggðinni sem nýtir sér þennan möguleika. Munar þar um minna.
Landsbyggðarfólk skiptir máli að hafa sterka talsmenn á þingi. Þar þarf stjórnmálamenn sem hafa næga víðsýni og dirfsku til að koma fram með nýjar hugmyndir. Njáll Trausti er einn þeirra. Kjósum hann til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í prófkjörinu á laugardag.
Jóhanna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, Reyðarfirði.
Sigurpáll Sindrason, nemi, Neskaupstað.