Lokað fyrir rafmagnið hjá HSA?

Samkvæmt heimildumAusturgluggans er fjárhagsleg staða HSA, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, vægt til orða tekið bágborin þessa dagana. Fjárheimildir virðast ekki duga fyrir útgjöldum og er fjöldi lánadrottna orðin óþolinmóður vegna stöðunnar. hsa_rafm.jpg Nú síðast hótuðu innheimtumenn RARIK að loka fyrir rafmagnið hjá HSA, og herma heimildir blaðsins að þeir hafi spurt forsvarsmenn HSA á hvaða byggingu þeir ættu að hefja lokunaraðgerðir. Af lokunum hefur þó ekki orðið að sinni, enda hlýtur að þurfa að fjúka í flest skjól áður en lokunaraðgerðir hefjast gagnvart sjúkrahúsum. Þetta kemur fram í umfjöllun Austurgluggans í dag. Rætt er við Einar Rafn Haraldsson forstöðumanns HSA sem segir lausaskuldir stofnunarinnar vel yfir 200 milljónir króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.