Mannauður á meistaramóti

Þvílíkur mannauður austur á Egilsstöðum! Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á hinum glæsilega Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um liðna helgi. Frjálsíþróttadeild Hattar stóð með miklum glæsibrag að allri framkvæmd.

Ómetanlegt er fyrir samfélagið, Héraðið og ekki síður frjálsíþróttahreyfinguna alla að búa að yfir slíkum aðstæðum en ekki síður því viljuga og flinka fólki sem bar uppi þennan flotta íþróttaviðburð.

Frjálsíþróttakrakkar fjölmenntu austur, hvaðanæva að af landinu, hvött áfram af landsins flottustu barna- og unglingaþjálfurum. Tilþrifin glæsileg og mikið um miklar framfarir hjá iðkendum, nú að loknum COVID lituðum vetri.

Ég sjálfur upplifði allt það besta eystra. Ég fann að ég var kominn á góðan stað þegar ég fékk SMS frá leigubílstjóranum um miðjan dag þar sem hún afsakaði sig með að geta ekki verið til staðar til að keyra mig í flug seinna um daginn. Þvílík þjónusta. Leigubílstjóraleysið kom þó ekki að sök því hinn einstaklega greiðvikni Evrópumeistari Hreinn Halldórsson sá um að aka mér út á völl. Hefði leiðin mátt vera mun lengri, því mikið var um að tala.

Takk fyrir mig!

Með íþróttakveðju,
Freyr Ólafsson, formaður FRÍ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.