Margur verður af aurum api

Er það ekki meira en nóg fyrir íbúa Seyðisfjarðar að takast á við olíumengandi flakið af El Grillo á botni fjarðarins í tæp 80 ár?

Er þá ekki mikið meira en nóg fyrir þau og okkur hin að vinna með áfallið frá því fyrir tveimur árum þegar fjallið nánast hrundi yfir hluta gömlu byggðarinnar, hreif með sér óbætanlegar byggingar og menningarminjar að eilífu. Tárin eru varla þornuð síðan þá þegar annar harmleikur blasir við og nú af mannavöldum. Meðvirkir áhangendur auðvaldsins ætla að lítilsvirða mörk mannlegra þjáninga með því að rústa fagurri ásýnd Seyðisfjarðar með sjókvíum.

Hvað varð um vitið? Nei þýðir NEI ...!

Svavar Garðarsson, Búðardal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.