Með óbragð í munni

Guðjón Sveinsson skrifar:       Evra í dag, evra í gær og evra alstaðar. Þetta er söngurinn sem heyrist og þú lest í hinni blaðfáu veröld Íslendingsins. Hvur and... er þetta? Eru menn ekki komnir með óbragð í gopuna? Eru menn gersamlega viti firrtir, er um visst einelti að ræða eða  vita gagnslaust gorrop, til að gera sig gildandi í umræðunni?

evrpusambandi.jpg

En það þarf bara einfalda skysemi og vilja, til að hætta þessu mjálmi eða væli eins og einn hæstvirtur Alþm. endaði ræðu sína skörulega á í s.l. viku. Ef íslenskt fólk, og þá á ég við íslenskt fólk, getur ekki gert upp við sig hver er, var og verður aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, er evrutggan sjálfsgat eitthvert haldreipi.

Já, er svo komið fyrir þjóðinni við ysta haf, þjóðinni sem eitt sinn trúði á mátt sinn og megin og vitaskuld himnaföðurinn, þótt hann væri að vísu fjarlægur, kallinn, samt sem áður ótrúlega nærri í fjarlægð sinni. Ef svo er komið geta menn dáið drottni sínu með evru í munnviki, fullvissir um eilífa sælu í gömlum skotgröfum frá 1918 og 1945. Það þarf enginn að efast um að ef ESB verður uppi á teningnum eins og fiskveiðuimálum er háttað í dag, þá eru yfirráð okkar yfir fiskimiðunum fyrir borð borin.

Ég trúi ekki á vaðal, orðavaðal, heldur staðreyndir. Auðvita verður fiskurinn okkar ál og meira en það. Hann mun lyfta okkur, ásamt annarri innlendri framleiðslu, upp úr evrufensumræðunni. Einn er þó agnúi á og ekki góður. Hann er sá að í öllu tæknibröltinu, öllum Háskólunum, verður að leita þess áþreifanlega ráðs að herða hina margumtöluðu ól, ásamt vissri reynslu í fiskveiðistjórnun, þótt enn verði að laga, afturkalla, ól í fúlustu alvöru. Með slíkri þolinmæði munum við ná fiskistofnunum upp. Vissulega þarf líka áræðni eins og þegar Jón okkar Sig náði okkur undan ,,verndarvæng“ Dana.

,,Best er að kunna sitt magamál / það mikilvægt fyrir líf og sál“ lét ég æsku þessa lands læra og lesa á mínum ,,skólaárum“. Þetta er örugglega einna virkast í öllu evruvælinu. ,,Hættum nú þessu helv... væli“. Orðskviðurinn á víða við. Höfum hann í huga, þá mun vel viðra. Annars verðum við í eilífri svælu og best að láta hyggjuvit lesenda, þjóðarinnar, íhuga hvaðan sú svæla kemur. Já, hyggjuvitið er margra Háskóla virði.

  

Látum nú ermar standa fram o.s.frv.

 

Guðjón Sveinsson, Breiðdalsvík jaðarsvæði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.