Messað í fjórum kirkjum í Múlaprófastsdæmi

Messað ferður í fjórum kirkjum í Múlaprófastsdæmi á sunnudag.

 

Sr. Lára G. Oddsdóttir messar í Egilsstaðkirkju kl. 11 og í Eiríksstaðakirkju kl. 17. Sr. Brynhildur Óladóttir verður með léttmessu í Vopnafjarðarkirkju kl. 14 í tengslum við Vopnafjarðardaga. Sr. Jóhanna I Sigmarsdóttir messar í Sleðbrjótskirkju kl. 14.  Þar prédikar víglsubiskup Hólastiftis Jón A. Baldvinsson og blessar nýtt þjónustuhús eða safnaðarheimili sem reist hefur verið við kirkjuna. Allir eru velkomnir til helgihalds safnaðanna.
 
Í Múlaprófastsdæmi eru 17 sóknarkirkjur og sumrin er helgihaldið skipulagt þannig að alltaf sé messað á að minnsta kosti einni kirkju hvern sunnudag. Prestarnir segja það mælast vel fyrir hjá ferðafólki. Oftast megi sjá gesti frá öðrum landshlutum og jafnvel framandi þjóðum í hverri messu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.