Mikil hálka á vegum

Vegagerðin varar vegfarendur við hálku, hálkublettum og snjóþekju. Flughált er á Jökuldal, Borgarfjarðarvegi og Breiðdalsheiði og sömuleiðis á Fjarðarhhreksstaalei_vefur.jpgeiði. Spáð er ágætu veðri á Austurlandi á morgun, hálfskýjuðu, einhverri úrkomu og hægum vindi frá suðaustri.

Í gær voru veður heldur válynd í fjórðungnum. Fokkerflugvél Flugfélags Íslands lenti í miklum vindstreng þegar hún kom inn til lendingar um hádegisbil og fór allt lauslegt af stað í farangursrýminu. Ellefu farþegar vélarinnarvoru heldur óttaslegnir og þurftu tveir þeirra aðhlynningu vegna smávægilegra meiðsla eftir lendingu.

Þá fór björgunarsveitin Bára á Djúpavogi í útkall á Öxi seinnipartinn í gær þar sem þurfti að losa bifreið tveggja erlendra ferðamanna, sem ekki höfðu áttað sig á merkingum um að leiðin væri ófær. Björgunarsveitin hefur farið fram á að Vegagerð og lögreglan kanni hvort unnt sé að loka veginum þannig að bifreiðar komist ekki inn á hann, þar sem vegfarendur virði ekki lokunarmerkingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.