Mikilvægir sigrar

Fjarðabyggð og Höttur unnu í gær mikilvæga sigra í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu. Huginn er kominn í úrslit þriðju deildar og Sindri er við þröskuldinn. Höttur er kominn í úrslit 1. deildar kvenna.

 

ImageSveinbjörn Jónasson skoraði eina markið í 0-1 sigri Fjarðabyggðar á KS/Leiftri. Það kom úr aukaspyrnu strax á tíundu mínútu þar sem Sveinbjörn skaut boltanum yfir varnarvegginn og í nærhornið af tæplega 30 metra færi. David Hannah og Elvar Jónsson stýrðu liðinu í gær og gera það trúlega út leiktíðina. Fjarðabyggð er í sjötta sæti með 19 stig, átta stigum frá fallsæti. Fjarðabyggð á heimaleik á þriðjudag.
Tómas Arnar Emilsson og Þórarinn Máni Borgþórsson skoruðu mörk Hattar sem vann 1-2 útisigur á Tindastóli, sitt í hvorum hálfleik. Heimamenn jöfnuðu í 1-1. Höttur hefur eftir leikinn 19 stig í 6. sæti. Liðið hefur rifið sig lítillega frá neðstu liðunum þó staðan geti breyst snögglega.
Huginn tryggði sér sæti í úrslitakeppni þriðju deildar karla með 2-3 sigri á Dalvík/Reyni. Friðjón Gunnlaugsson, Birgir Hákon Jóhannsson og Brynjar Skúlason skoruðu mörk Hugins sem lenti tvisvar undir í leiknum.
Stórtíðindi þarf til að Sindri, sem í gær vann Leikni 1-2, fylgi Huginn ekki í úrslitakeppnina. Sindri hefur 18 stig en Leiknir í þriðja sæti 12 stig. Leiknir á tvo leiki eftir svo liðið getur náð Sindra að stigum. En átta mörkum munar í markahlutfalli og Sindri má ekki fá eitt stig til viðbótar. Kristinn Þór Guðlaugsson og Emir Murtic skoruðu mörk Sindra en Uche Asika mark Leiknis.
Höttur tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna með 1-2 sigri á Sindra í fyrra kvöld. Elísabet Sara Emilsdóttir kom Hetti yfir á 26. mínútu en fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Lejla Cardaclija. Sigríður Baxter tryggði Hetti sigurinn með marki mínútu fyrir leikslok.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.