Miklar vegaframkvæmdir á Norðaustursvæði

Umtalsverðar vegaframkvæmdir eru í gangi á Norðausturlandi. Nýr vegur er lagður yfir Melrakkasléttu, nýr vegarkafli milli Vopnafjarðar og Hringvegar, Hringvegi við Arnórsstaðarmúla. Fleiri verk eru í bígerð, að því er segir í frétt frá samgöngumálaráðuneytinu.
ImageNýr vegur yfir Melrakkasléttu er stærsta verkefnið, nýbygging á 56 km vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar um Hólaheiði og Hófaskarð með tengingu til Raufarhafnar. Verkinu er skipt í þrjá áfanga. Samið var við Héraðsverk, lægstbjóðanda, um fyrstu tvo áfangana. Kostnaður við þá er 1,6 milljarður króna. Þeir vegir klárast á næstu tveimur árum. Þriðji áfanginn hefur ekki enn verið boðinn út.

Nýr vegur er byggður á nánast allri leiðinni á milli Hringvegar og Vopnafjarðar. Vegurinn ligggur um Vesturárdal og gerð ný tenging yfir á núverandi veg í Hofsdal. Verkið, 44 km að lengd, er unnið í áföngum. Byrjað er á vestasta kaflanum, milli Brunahvammsháls og Brunaflóa. Þeim kafla, 10 km, að ljúka í haust en verkinu öllu árið 201. Kostnaður við fyrri áfanga er 460 milljónir króna og er Suðurverk með verkið. Stefnt er að því að bjóða seinni áfangann út í haust.
Í Jökuldal verður lagður nýr vegarkafli á Hringveginum, um Skjöldólfsstaðafjall eða Arnórsstaðamúla. Vegurinn færist á þeim kafla norður fyrir Gilsá og er alls nærri 8 km að lengd. Með kaflanum fækkar um einbreiða brú á Gilsá, erfið beygja hverfur og einnig brattur kafli núverandi vegamót inn í Efra-Jökuldal. Verklok eru möguleg í haust en það ræðst af veðri. Héraðsverk er verktaki og kostnaður um 450 milljónir króna. Að loknu verkinu verður allur Hringvegurinn milli Akureyrar og Egilsstaða klæddur.
Meðal annarra framkvæmda á Norðaustursvæði Vegagerðarinnar sem unnið er að í sumar eru lagfæringar í Þvottár- og Hvalnesskriðum, nýr vegakafli á Hringveginum í Hamarsfirði, kafla á Upphéraðsvegi og milli Lagarfoss og Unaóss á utanverðu héraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.