Minningarbók Hrafnkels

Vinir og ættingjar Hrafnkels A. Jónssonar, fyrrv. formanns Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins á Egilsstöðum, sem lést á síðasta ári, hafa ráðist í útgáfu minningarbókar um Hrafnkel. Sjá tilkynningu frá útgefendum.

Tilkynning frá útgefendum  

Á síðasta ári lést langt um aldur fram Hrafnkell A. Jónsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga á Egilsstöðum og fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.  Hrafnkell kom víða við á starfsferli sínum og var aldrei lognmolla í kringum hann.  Hann vann mikið og óeigingjarnt starf innan verkalýðshreyfingarinnar, á vettvangi sveitarstjórnar- og landsmála, sem og almennt í félagsmálum.  Þá eru ótalin þau fræðastörf sem hann sinnti af mikilli alúð og áhuga, einkum hin síðari ár. Nú hafa ættingjar og vinir Hrafnkels ráðist í það stórvirki að gefa út bók til minningar um hann.  Bókinni hefur verið valið nafnið ÞRÆÐIR. Heitið vísar til lífsferils Hrafnkels sem eins og kunnugir vita var samofinn úr ótrúlega mörgum og ólíkum þáttum. Í bókinni verður ævisaga hans rakin í máli og myndum, starfsferlinum gerð góð skil og ennfremur birtar þær fræðigreinar sem hann ritaði og birtust í ýmsum tímaritum og bókum.  Ritstjórar bókarinnar eru þeir Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Smári Geirsson. Þessa dagana er verið að safna áskrifendum að bókinni.  Hún mun kosta á áskriftartilboði kr. 5.780- og er sendingargjald innifalið.  Greiða þarf áskrifargjaldið fyrirfram og síðan verður bókin send viðkomandi um leið og hún kemur út, þ.e. í nóvemberbyrjun.  Nöfn þeirra sem gerast áskrifendur að bókinni verða birt á sérstökum minningarlista (nema annars sé óskað) sem verður fremst í henni og er það von þeirra sem að ritinu standa að hann verði sem lengstur og glæsilegastur.  Þeir sem vilja gerast áskrifendur að bókinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við útgefandann, Bókaútgáfuna Hóla, gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 587- 2619. 
hrafnkell.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.