Mokstur á Oddsskarði

Snjóflóð féll síðastliðna nótt á veginn um Oddsskarð Norðfjarðarmegin og lokaði honum. Unnið var að því í morgun að ryðja flóðinu burt með hjólaskóflu og tók drjúga stund að moka leið gegnum snjómassann. Oddsskarð er enn ófært og er unnið að mokstri.

Mokstur er hafinn á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Fjarðarheiði er opin en þar er þæfingur. Þæfingur, hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Austurlandi. Breiðdalsheiði er ófær. Vegfarendum er bent á að kynna sér ástand vega á vegagerdin.is.

179492_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.