Nú puða austfirskir krakkar!

Skólahreysti verður haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. mars kl. 15. Íþróttamiðstöðin opnar klukkustund fyrir keppni. Það var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem náði 1. sæti í Skólahreysti 2008.  Nú verður spennandi að sjá hvort hann heldur sínu sæti eða hvort annar skóli af Austurlandi nær af honum titlinum og þar með þátttökurétti í úrslitum í Laugardalshöll 30. apríl.

gr.siglufj.gurn.jpg

Tólf  lið komast í úrslit og eru eftirtaldir níu skólar komnir í púkkið: Varmalandsskóli, Grunnskóli Ísafjarðar, Salaskóli, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Hvolsskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Grunnskóli Siglufjarðar og Þelamerkurskóli. Auk þess komast tveir árangursríkustu skólarnir í úrslit fyrir utan þá sem hlutu fyrsta sæti í sínum riðlum. Þættir frá mótunum eru sýndir á laugardögum kl.18:00 á RÚV og endursýndir á sunnudögum og þriðjudögum.  

Myndin er af Guðrúnu Ósk Gestsdóttur keppanda í sigurliði Gr.Siglufjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.