Námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja

Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í ellefta sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2008 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. á Reyðarfirði, Akureyri og Suðurnesjum(Keilissvæði). Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.
impra_logo.jpg

Brautargengi er 75 kennslustunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meðal markmiða námskeiðsins eru að nemendur öðlist hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að stofnun og rekstri fyrirtækja, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Einnig öðlast nemendur tengsl við atvinnulífið í gegnum fyrirlesara, leiðbeinendur og aðra þátttakendur. Kennsla mun að þessu sinni fara fram á stöðunum þremur auk þess sem þátttakendur hitta aðra hópa tvisvar á námskeiðstímanum.  Lögð verður áhersla á að kennarar hafi reynslu og þekkingu af atvinnulífinu og miðli hagnýtri þekkingu til nemenda.  Þátttakendur fá einnig handleiðslu hjá starfsmönnum Impru og samstarfsaðila á milli kennslustunda.
Fyrir hverja er Brautargengi?
Brautargengi er sérsniðið námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Einu inntökuskilyrðin eru að þátttakendur hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, séu að hefja rekstur eða séu nú þegar í rekstri.
Skipulag námskeiðsins
Námskeiðið hefst með sameiginlegu hópefli hópanna frá stöðunum þremur helgina 13.-14. september 2008.  Eftir það verður kennt einu sinni í viku frá september og fram í desember og lýkur námskeiði með formlegri útskrift. Námskeiðið er
Reynsla annarra
Boðið hefur verið upp á Brautargengisnámskeið reglulega í Reykjavík síðan 1996 en á árinu 2003 var í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið á landsbyggðinni en aðkoma sveitarfélaga hafa gert það að verkum að unnt er að halda námskeiðin reglulega víða um land. Uppbygging námsins á landsbyggðinni er sú sama og á höfuðborgarsvæðinu.  Yfir sjö hundrað konur hafa lokið Brautargengisnámi frá upphafi, þar af um 230 á landsbyggðinni. Kannanir sem gerðar hafa verið um árangur námskeiðanna sýna að um helmingur kvenna sem tekið hafa þátt í námskeiðinu frá upphafi nú með fyrirtæki í rekstri. Flest fyrirtækjanna eru með einn til tvo starfsmenn, en meðalfjöldi starfsmanna er níu.  Eftirgrennslan hefur ennfremur leitt í ljós að einungis ein af hverjum 10 konum hefur alfarið lagt á hilluna öll áform um fyrirtækjarekstur. Þó ekki hafi allar hafið rekstur eru margar enn að vinna að undirbúningi sinna viðskiptahugmynda. 
Frekari upplýsingar
Námskeiðið á Reyðarfirði,  Akureyri og Suðurnesjum er í umsjón Selmu Dögg Sigurjónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðsgjald er 40.000,- kr. á hvern nemenda, en algengt er að stéttarfélög hafi tekið þátt í greiðslu námskeiðskostnaðar. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Impru www.impra.is, en einnig er hægt að hafa samband við verkefnisstjóra með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða hringja í síma 460 7975.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.