Námskeið í þágu almannaheilla

Rauði krossinn efnir til námskeiðs í fjöldahjálp á laugardag. Er það ætlað fólki sem áhuga hefur á að taka þátt í verkefnum Rauða kross Íslands í skipulagi almannavarna. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins að Miðási 1-5 á Egilsstöðum 21. mars kl. 08 til 16 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

logo_redcross0206.jpg

 

Á námskeiðinu verður meðal annars farið í almannavarnir, vettvangsæfingar, fjöldahjálp, neyðarvarnarmál og séráætlanir fyrir svæðið, viðbrögð við fjölmiðlum, sálrænan stuðning og skráningu í neyðaraðgerðum.

Námskeiðið ætti að vera forvitnilegt fyrir alla þá sem vilja stuðla að almannahag á viðsjárverðum tímum. Nánari upplýsingar eru hjá Maríu Helenu Haraldsdóttur, svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi, í síma 864-6753 og gegnum vefpóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi á hættu- og neyðartímum. Helstu viðfangsefnin eru opnun fjöldahjálparstöðva fyrir þolendur, rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir aðstandendur og þátttaka í rekstri þjónustumiðstöðvar almannavarna sem sett er upp í kjölfar alvarlegra atburða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.