Nýr Austurgluggi kominn út
Meðal efnis í nýjum Austurglugga er viðtal við samgönguráðherra, þar sem farið er ofan í samgönguframkvæmdir á Austurlandi næstu misseri og líkur á byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll í ár. Rætt er við stjórnarformann Markaðsstofu Austurlands um tíu ára afmæli stofunnar og landslag austfirskrar ferðaþjónustu. Prófkjör setja mark sitt á blaðið og Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað skrifar um Færeyjaferð. Matgæðingur vikunnar er rekstraraðili Valaskjálfar, Dagmar Jóhannesdóttir.Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.